2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2015 10:53 Ráðherrarnir Eygló, Bjarni og Sigmundur kynna áformin í stjórnarráðinu í morgun. vísir/gva Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir ríkisstjórnar Ísland til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Meðal þess sem er á áætlun eru 2.300 nýjar félagsíbúðir og að auki verða tollar á skó og fatnað felldir niður í lok árs. Aðgerðirnar eru í alls ellefu liðum og snúa að skatta-, velferðar- og húsnæðismálum sem og málum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Breyta á tekjuskatti einstaklinga sem mun helst nýtast þeim sem teljast til millitekjuhóps. Skattþrepunum verður fækkað úr þremur í tvö og persónuafsláttur hækkaður til samræmis við verðlag. Stefnt er að því að 2.300 félagslegar leiguíbúðir verði byggðar á árunum 2016-2019 en ef væru þær sér sveitarfélag yrði það það tíunda stærsta á landinu. Íbúar þeirra yrðu fleiri en íbúar Ísafjarðar og Egilsstaðar til að mynda. Stefnt er að því að leiga tekjulágseinstaklings verði ekki nema í mesta lagi fjórðungur ráðstöfunartekna hans. Að auki á að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með reglugerðarbreytingum, húsnæðisbætur verði hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð. Stefnt er að því að koma sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með úttekt á séreignarsparnaði. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með þessum aðgerðum eigi þau markmið að nást sem hún hefur lagt mesta áherslu á í húsnæðismálum. Í því skyni að bæta samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna að stofna sérstakt þjóðhagsráð þar sem aðild eigi oddvitar ríkisstjórnar og fulltrúar Seðlabankans, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir lúta að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða, niðurfellingu tolla á fatnað og skó, lækkun á kostnaði sjúklinga, auknum framlögum til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, átaki gegn skattaundanskotum, einföldun og endurskoðun regluverks og eftirlits með atvinnustarfsemi. Tilkynningu ríkisstjórnarinnar má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra kynntu í morgun aðgerðir ríkisstjórnar Ísland til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Meðal þess sem er á áætlun eru 2.300 nýjar félagsíbúðir og að auki verða tollar á skó og fatnað felldir niður í lok árs. Aðgerðirnar eru í alls ellefu liðum og snúa að skatta-, velferðar- og húsnæðismálum sem og málum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Breyta á tekjuskatti einstaklinga sem mun helst nýtast þeim sem teljast til millitekjuhóps. Skattþrepunum verður fækkað úr þremur í tvö og persónuafsláttur hækkaður til samræmis við verðlag. Stefnt er að því að 2.300 félagslegar leiguíbúðir verði byggðar á árunum 2016-2019 en ef væru þær sér sveitarfélag yrði það það tíunda stærsta á landinu. Íbúar þeirra yrðu fleiri en íbúar Ísafjarðar og Egilsstaðar til að mynda. Stefnt er að því að leiga tekjulágseinstaklings verði ekki nema í mesta lagi fjórðungur ráðstöfunartekna hans. Að auki á að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með reglugerðarbreytingum, húsnæðisbætur verði hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð. Stefnt er að því að koma sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með úttekt á séreignarsparnaði. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með þessum aðgerðum eigi þau markmið að nást sem hún hefur lagt mesta áherslu á í húsnæðismálum. Í því skyni að bæta samspil ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna að stofna sérstakt þjóðhagsráð þar sem aðild eigi oddvitar ríkisstjórnar og fulltrúar Seðlabankans, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Aðrar aðgerðir lúta að jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða, niðurfellingu tolla á fatnað og skó, lækkun á kostnaði sjúklinga, auknum framlögum til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, átaki gegn skattaundanskotum, einföldun og endurskoðun regluverks og eftirlits með atvinnustarfsemi. Tilkynningu ríkisstjórnarinnar má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47