Samið að bjargbrúninni að mati formanns SA Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2015 20:13 Frá samningaundirrituninni í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka atvinnulífsins segir farið að brúninni með þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í dag við félög hátt í sjötíu þúsund launamanna. Samningarnir eiga að tryggja þrjátíu og tveggja prósenta hækkun lágmarkslauna sem verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að ekki verði hleypt út í verðlagið. Til stóð að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalagið, fimmtán stéttarfélög Starfsgrenasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna klukkan tvö í dag en um hádegið höfðu æðstu stofnanir stéttarfélaganna samþykkt samningana fyrir sitt leyti. Það var ys og þys í Karphúsinu í dag og viss spenna í loftinu á síðustu metrunum. Undirskriftin dróst og menn úr öllum fylkingum drógu hver annan til hliðar og inn í herbergi til að annað hvort fínpússa hlutina eða þrefa dálítið um síðustu atriðin áður en þessir kjarasamningar til þriggja ára yrðu staðreynd. Að lokum komu samningarnir svo glóðvolgir úr prentaranum og undirskriftir hófust. Samningarnir fela í sér blöndu krónutölu- og prósentuhækkana, sem fara stiglækkandi hjá þeim sem eru með laun sem eru hærri en taxtalaun næstu þrjú árin.Eru þetta sögulegir samningar?„Já ég trúi því. Þetta er búið að vera erfiður tími, mikil átök. Við náum lausn sem ég trúi að við getum unnið úr þannig að við náum aukningu kaupmáttar og stöðugleikinn ekki settur í hættu,“ segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins.Það var talað um í þessari lotu að það væri hætta á að allt færi til andskotans ef gengið yrði að kröfunum. Er búið að koma í veg fyrir að allt fari til andskotans?„Það getur auðvitað gerst. Við erum við getum sagt alveg á brúninni hvað það varðar. En við alla vega trúum því að það sé hægt að vinna úr þessu þannig að það verði öllum til góðs,“ segir Björgólfur.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gæddi sér á vöfflum í dag í tilefni af undirrituninni.Vísir/VilhelmVerkalýðsleiðtogar sáttir við niðurstöðunaSigurður Bessason formaður Eflingar og Flóabandalagsins telur markmiðið um að hífa upp lægstu launin hafi náðst. „Við erum alla vega nokkuð vissir um það að við höfum ekki gert svona háar launabreytingar í langan tíma þótt farið væri langt, langt afturábak. Það er vissulega þannig að það var mikil þörf á að hækka lægstu laun og þau eru að hækka um 32% á þessum þremur árum,“ segir Sigurður. „Já ég verð að segja að ég er sátt við þennan samning. En við verðum auðvitað alltaf að meta stöðuna í lokin þegar hann fer í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Því það er jú félagsmaðurinn sem á endanum hefur orðið og vonandi verður hann sáttur við þetta,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.Óttast þú að atvinulífið hleypi þessum hækkunum út í verðlagið?„Við skulum vona að það geri það ekki. Vegna þess að það eru ákvæði í þessum samningum sem segja að ef hlutirnir fara af stað sé hægt að segja þeim upp. Þannig að ég held að það sé þá verkefni allra núna að reyna að láta þá standa,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Og svo var venju samkvæmt slett í vöfflur með rjóma þar sem Elísabet S. Ólafsdóttir og Magnús Jónsson starfsmenn Ríkissáttasemjara sáu um baksturinn. Magnús sagðist ekki frá því að hæfileikar hans í vöfflubakstri hafi verið ástæða þess að ríkissáttasemjari réð hann til aðstoðar við sig á sínum tíma.Starfsmenn ríkissáttasemjara sjá um að baka vöfflurnar. Vísir/Vilhelm Verkfall 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir farið að brúninni með þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í dag við félög hátt í sjötíu þúsund launamanna. Samningarnir eiga að tryggja þrjátíu og tveggja prósenta hækkun lágmarkslauna sem verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að ekki verði hleypt út í verðlagið. Til stóð að undirrita kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Flóabandalagið, fimmtán stéttarfélög Starfsgrenasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna klukkan tvö í dag en um hádegið höfðu æðstu stofnanir stéttarfélaganna samþykkt samningana fyrir sitt leyti. Það var ys og þys í Karphúsinu í dag og viss spenna í loftinu á síðustu metrunum. Undirskriftin dróst og menn úr öllum fylkingum drógu hver annan til hliðar og inn í herbergi til að annað hvort fínpússa hlutina eða þrefa dálítið um síðustu atriðin áður en þessir kjarasamningar til þriggja ára yrðu staðreynd. Að lokum komu samningarnir svo glóðvolgir úr prentaranum og undirskriftir hófust. Samningarnir fela í sér blöndu krónutölu- og prósentuhækkana, sem fara stiglækkandi hjá þeim sem eru með laun sem eru hærri en taxtalaun næstu þrjú árin.Eru þetta sögulegir samningar?„Já ég trúi því. Þetta er búið að vera erfiður tími, mikil átök. Við náum lausn sem ég trúi að við getum unnið úr þannig að við náum aukningu kaupmáttar og stöðugleikinn ekki settur í hættu,“ segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins.Það var talað um í þessari lotu að það væri hætta á að allt færi til andskotans ef gengið yrði að kröfunum. Er búið að koma í veg fyrir að allt fari til andskotans?„Það getur auðvitað gerst. Við erum við getum sagt alveg á brúninni hvað það varðar. En við alla vega trúum því að það sé hægt að vinna úr þessu þannig að það verði öllum til góðs,“ segir Björgólfur.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, gæddi sér á vöfflum í dag í tilefni af undirrituninni.Vísir/VilhelmVerkalýðsleiðtogar sáttir við niðurstöðunaSigurður Bessason formaður Eflingar og Flóabandalagsins telur markmiðið um að hífa upp lægstu launin hafi náðst. „Við erum alla vega nokkuð vissir um það að við höfum ekki gert svona háar launabreytingar í langan tíma þótt farið væri langt, langt afturábak. Það er vissulega þannig að það var mikil þörf á að hækka lægstu laun og þau eru að hækka um 32% á þessum þremur árum,“ segir Sigurður. „Já ég verð að segja að ég er sátt við þennan samning. En við verðum auðvitað alltaf að meta stöðuna í lokin þegar hann fer í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Því það er jú félagsmaðurinn sem á endanum hefur orðið og vonandi verður hann sáttur við þetta,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.Óttast þú að atvinulífið hleypi þessum hækkunum út í verðlagið?„Við skulum vona að það geri það ekki. Vegna þess að það eru ákvæði í þessum samningum sem segja að ef hlutirnir fara af stað sé hægt að segja þeim upp. Þannig að ég held að það sé þá verkefni allra núna að reyna að láta þá standa,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Og svo var venju samkvæmt slett í vöfflur með rjóma þar sem Elísabet S. Ólafsdóttir og Magnús Jónsson starfsmenn Ríkissáttasemjara sáu um baksturinn. Magnús sagðist ekki frá því að hæfileikar hans í vöfflubakstri hafi verið ástæða þess að ríkissáttasemjari réð hann til aðstoðar við sig á sínum tíma.Starfsmenn ríkissáttasemjara sjá um að baka vöfflurnar. Vísir/Vilhelm
Verkfall 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira