Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar 10. maí 2015 18:46 Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira