Forstjóri Landspítalans telur ekki þurfa lög á verkföll Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. maí 2015 19:07 Hjúkrunarfræðingar eru ákveðnir í að sækja launahækkanir þótt það kosti verkfallsátök en þeir standa talsvert að baki öðrum háskólamönnum, að mati formannsins. 2.100 félagsmenn eru í félaginu og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mjög afgerandi niðurstöður úr verkfallskosningunni. Fjórtán prósenta launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum háskólastéttum sé ekki viðunandi og hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir í hörð átök til að leiðrétta hann. Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, óttast verkfall hjúkrunarfræðinga og segir að það verði að afstýra því. Hún segir að rétt svo sé hægt að halda uppi bráðastarfsemi eins og ástandið sé núna. Það bíði allt sem geti beðið eins og er. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, biðlar til samninganefndanna að finna lausn í deilunni. Hann segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í spítalanum og það sé mjög alvarlegt að þeir fari í verkfall ásamt öðrum sem eru í verkfalli. Hann telur þó að ekki eigi að þurfa að koma til þess að sett verði lög á verkföllin ef allar stéttir séu sammála um að láta sjúklinga njóta vafans. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Formaður samninganefndar BHM óttast ekki lög á verkfallið. Ríkisstjórnin bíður skýrslu landlæknis í vikunni um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið áður en lagasetning kemur til greina. 11. maí 2015 07:00 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru ákveðnir í að sækja launahækkanir þótt það kosti verkfallsátök en þeir standa talsvert að baki öðrum háskólamönnum, að mati formannsins. 2.100 félagsmenn eru í félaginu og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mjög afgerandi niðurstöður úr verkfallskosningunni. Fjórtán prósenta launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum háskólastéttum sé ekki viðunandi og hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir í hörð átök til að leiðrétta hann. Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, óttast verkfall hjúkrunarfræðinga og segir að það verði að afstýra því. Hún segir að rétt svo sé hægt að halda uppi bráðastarfsemi eins og ástandið sé núna. Það bíði allt sem geti beðið eins og er. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, biðlar til samninganefndanna að finna lausn í deilunni. Hann segir að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í spítalanum og það sé mjög alvarlegt að þeir fari í verkfall ásamt öðrum sem eru í verkfalli. Hann telur þó að ekki eigi að þurfa að koma til þess að sett verði lög á verkföllin ef allar stéttir séu sammála um að láta sjúklinga njóta vafans.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Formaður samninganefndar BHM óttast ekki lög á verkfallið. Ríkisstjórnin bíður skýrslu landlæknis í vikunni um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið áður en lagasetning kemur til greina. 11. maí 2015 07:00 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Formaður samninganefndar BHM óttast ekki lög á verkfallið. Ríkisstjórnin bíður skýrslu landlæknis í vikunni um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið áður en lagasetning kemur til greina. 11. maí 2015 07:00
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32