Sendir skömmina heim: Getur ekki séð sér og börnum sínum farboða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:45 Jóhanna er ein af fjölmörgum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu sem eru í verkfalli. Vísir „Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér. Verkfall 2016 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.
Verkfall 2016 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira