Starfsgreinasambandið frestar verkföllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 10:59 Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Á myndinni eru Þorsteinn Víglundsson hjá SA og Björn Snæbjörnsson hjá SGS. Vísir Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16