60 þúsund eintök prentuð af símaskráni Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. maí 2015 19:30 Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári. Verkfall 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira