Huginn Ragnarsson, aðdáandi sjónvarpsþáttanna True Blood sem Skarsgård leikur í, segist hafa peppast smá þegar leikarinn sænski mætti í gufuna líkt og sjá má að neðan.
Huginn segir í samtali við Vísi strax hafa þekkt þann sænska. Skarsgård er hávaxinn en auk þess mjög massaður að sögn Hugins. Skarsgård var í félagi við sænskan vin sinn að því er Hugin heyrðist. Ekki minnkaði aðdáunin á leikaranum þegar sá sænski skellti sér í kalda pottinn sem er um tíu gráður.

Hann gerði það svo sannarlega en hann skellti sér á Hornstrandir um miðjan júlí. Kom hann við á Ísafirði, snæddi á Tjöruhúsinu og kom við á Húsinu síðar um kvöldið. Daginn eftir hélt hann áleiðis í fyrirhugaða göngu.
Skarsgård, sem er á 39. aldursári, er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Bllod, Meekus í kvikmyndinni Zoolander og Brad Colbert í sjónvarpsþáttunum Generation Kill.
Gamli True Blood aðdáandi peppaðist smá þegar Alexander Skarsgård mætti í gufuna í Vesturbæjarlaug!
— Huginn Ragnarsson (@Huginn90) May 19, 2015