Umboðsmaður Kára í fangelsi vegna morðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 19:11 Kári Árnason í leik með Rotherdam í ensku b-deildinni í vetur. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var í viðtali við Hjört Hjartason í Akraborginni á X-inu í kvöld en þar fór hann yfir tímabilið með Rotherham United í ensku b-deildinni í vetur. Það gekk mikið á hjá Kára og félögum en hann segist vera orðinn þreyttur á þjálfara sínum, hinum litríka Steve Evans. Kári segir hann vita lítið um fótbolta. Það er heldur ekki góðar fréttir af umboðsmanni Kára sem situr í fangelsi, grunaður um aðild að morði. Kári er á leiðinni í frí til Marokkó og viðurkennir að hann sé þreyttur eftir erfitt tímabil. „Sem betur fer er þetta tímabil búið," sagði Kári í léttum tón. Það er ekki bara 46 leikja tímabil sem reyndi á íslenska miðvörðinn. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi," segir Kári en hvað er þetta með knattspyrnustjórann Steve Evans. „Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári. „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi," sagði Kári hlæjandi. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök," segir Kári en hann býst við að Steve Evans verði áfram. „Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári en hvað með hann sjálfan. „Hugurinn leitar klárlega annað og ég vona að stjórinn sé ekkert að láta þýða þetta viðtal. Ég er búinn að vera að leita að liðið allan tímann en það er bara svolítið erfitt að finna eitthvað nýtt þegar þú ert kominn á þennan aldur og þá sérstaklega innan Englands," sagði Kári um framhaldið. „Það er eiginlega vonlaust, ef þú ert ekki stærra nafn en þetta, að koma þér til einhvers skárra félags. Ég er því að ströggla með að finna lið og þar stoppar þetta," sagði Kári. Kári verður 33 ára gamall í október en er í góðu formi, fastamaður í íslenska landsliðinu, og ætti að eiga tvö eða þrjú góð tímabil eftir í skrokknum „Mér hefur aldrei liðið betur og sjaldan spilað betur enda hef ég þroskast sem leikmaður. Líkaminn er ekkert að kvarta en það er alveg eðlilegt að vera þreyttur eftir einhverja fimmtíu leiki. Mér líður eins og þegar í var 22-23 ára gamall,." sagði Kári. Eitthvað hlýtur umboðsmaður hans að vera að vinna í hans málum eða hvað? „Umboðsmaðurinn minn lenti í því að fara í fangelsi á dögunum og ég hef lítið heyrt frá honum eða ekkert nema eitt símtal á viku," sagði Kári en hvað gerði hann af sér? „Það var leiðindamál sem kom upp og hann var í miðjunni á því. Hann var inni fyrir morð en hann gerði það ekki. Hann var bara með gæja sem framdi morð. Það er því lítið að gerast en ég er að tala við aðra umboðsmenn," sagði Kári. Það er hægt að hlusta á allt viðtal Hjartar við Kára hér fyrir ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Kári og félagar áfrýja ekki stigatapinu Þrjú stig voru tekin af Rotherham í ensku B-deildinni fyrir að nota ólöglegan leikmann. 1. maí 2015 18:15 Kári fékk stig í fallbaráttunni Rotherham náði í stig á útivelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. 15. apríl 2015 20:56 Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Steve Evans hélt Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld og sendi ónefndum leikmanni Millwall væna pillu í viðtali eftir leik. 28. apríl 2015 22:14 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Kári og félagar björguðu sér í kvöld Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld. 28. apríl 2015 20:46 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var í viðtali við Hjört Hjartason í Akraborginni á X-inu í kvöld en þar fór hann yfir tímabilið með Rotherham United í ensku b-deildinni í vetur. Það gekk mikið á hjá Kára og félögum en hann segist vera orðinn þreyttur á þjálfara sínum, hinum litríka Steve Evans. Kári segir hann vita lítið um fótbolta. Það er heldur ekki góðar fréttir af umboðsmanni Kára sem situr í fangelsi, grunaður um aðild að morði. Kári er á leiðinni í frí til Marokkó og viðurkennir að hann sé þreyttur eftir erfitt tímabil. „Sem betur fer er þetta tímabil búið," sagði Kári í léttum tón. Það er ekki bara 46 leikja tímabil sem reyndi á íslenska miðvörðinn. „Með þennan einstakling í brúnni gerir þetta ennþá meira þreytandi," segir Kári en hvað er þetta með knattspyrnustjórann Steve Evans. „Ef þú ert að horfa á þetta sem hlutlaus aðili þá er þetta mjög fyndið en ef þú ert að glíma við þetta á hverjum degi þá er þetta misfyndið skulum við segja," segir Kári. „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lægist þannig," segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi," sagði Kári hlæjandi. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök," segir Kári en hann býst við að Steve Evans verði áfram. „Ótrúlegt en satt þá nær hann góðum árangri og ég held að hann verði áfram. Eins og staðan er í dag þá verður hann áfram," sagði Kári en hvað með hann sjálfan. „Hugurinn leitar klárlega annað og ég vona að stjórinn sé ekkert að láta þýða þetta viðtal. Ég er búinn að vera að leita að liðið allan tímann en það er bara svolítið erfitt að finna eitthvað nýtt þegar þú ert kominn á þennan aldur og þá sérstaklega innan Englands," sagði Kári um framhaldið. „Það er eiginlega vonlaust, ef þú ert ekki stærra nafn en þetta, að koma þér til einhvers skárra félags. Ég er því að ströggla með að finna lið og þar stoppar þetta," sagði Kári. Kári verður 33 ára gamall í október en er í góðu formi, fastamaður í íslenska landsliðinu, og ætti að eiga tvö eða þrjú góð tímabil eftir í skrokknum „Mér hefur aldrei liðið betur og sjaldan spilað betur enda hef ég þroskast sem leikmaður. Líkaminn er ekkert að kvarta en það er alveg eðlilegt að vera þreyttur eftir einhverja fimmtíu leiki. Mér líður eins og þegar í var 22-23 ára gamall,." sagði Kári. Eitthvað hlýtur umboðsmaður hans að vera að vinna í hans málum eða hvað? „Umboðsmaðurinn minn lenti í því að fara í fangelsi á dögunum og ég hef lítið heyrt frá honum eða ekkert nema eitt símtal á viku," sagði Kári en hvað gerði hann af sér? „Það var leiðindamál sem kom upp og hann var í miðjunni á því. Hann var inni fyrir morð en hann gerði það ekki. Hann var bara með gæja sem framdi morð. Það er því lítið að gerast en ég er að tala við aðra umboðsmenn," sagði Kári. Það er hægt að hlusta á allt viðtal Hjartar við Kára hér fyrir ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Kári og félagar áfrýja ekki stigatapinu Þrjú stig voru tekin af Rotherham í ensku B-deildinni fyrir að nota ólöglegan leikmann. 1. maí 2015 18:15 Kári fékk stig í fallbaráttunni Rotherham náði í stig á útivelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. 15. apríl 2015 20:56 Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Steve Evans hélt Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld og sendi ónefndum leikmanni Millwall væna pillu í viðtali eftir leik. 28. apríl 2015 22:14 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Kári og félagar björguðu sér í kvöld Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld. 28. apríl 2015 20:46 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Kári og félagar áfrýja ekki stigatapinu Þrjú stig voru tekin af Rotherham í ensku B-deildinni fyrir að nota ólöglegan leikmann. 1. maí 2015 18:15
Kári fékk stig í fallbaráttunni Rotherham náði í stig á útivelli gegn Fulham í ensku B-deildinni í kvöld. 15. apríl 2015 20:56
Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Steve Evans hélt Rotherham í ensku B-deildinni í kvöld og sendi ónefndum leikmanni Millwall væna pillu í viðtali eftir leik. 28. apríl 2015 22:14
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Kári og félagar björguðu sér í kvöld Kári Árnason og félagar í Rotherham verða áfram í ensku b-deildinni á næsta tímabili eftir 2-1 sigur á Reading í kvöld. 28. apríl 2015 20:46
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00