Fótbolti

Pétur Ormslev næsta goðsögn sem tekin er fyrir | Sjáðu stikluna

Þriðji þátturinn af Goðsögnum efstu deildar verður frumsýndur á föstudaginn klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport.

Í honum verður fjallað um Pétur Ormslev sem gerði garðinn frægan með Fram í 17 ár frá 1975-1992.

Hann skoraði 69 mörk í 231 leik og er leikjahæsti Framarinn í efstu deild og sá næstmarkahæsti á eftir Guðmundi Steinssyni.

Pétur spilaði allan sinn feril með Fram og varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari fimm sinnum.

Í spilaranum hér að ofan má sjá stikluna fyrir þáttinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×