Hræsni og hræðsluáróður að hóta verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2015 19:30 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Verkfall 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Verkfall 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira