Undanþágur veittar fyrir slátrun Linda Blöndal skrifar 7. maí 2015 16:33 vísir/auðunn Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni. Verkfall 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur. Sláturfélag suðurlands hefur fengið dýrin sem verður slátrað á morgun. Sextíu gripir koma frá tveimur búum, Grís og flex í Laxárdal og Högum á Selfossi. Úlfhéðinn Sigurmundsson, svínbóndi á Högum segir að sláturfélagið greiði sér 80 prósent af kjötinu þar sem kjötið fari beint í frost. Fullt gjald fáist ef til vill síðar. Á Högum eru 600 svín og 60 þeirra voru tilbúin til slátrunar. Ekki er enn ljóst hvort að fleiri undanþágur verði samþykktar í dag. Slátrunin á morgun er þó einungis brot af því sem dýraeftirlitsmenn sögðu fyrir viku að þyrfti að slátra á búum landsins svo mæta megi dýravelferðarsjónarmiðum. Þá var talað um rúmlega tvö þúsund dýr. Fundur Svínaræktenda og dýralækna með BHM í hádeginu lægði að hluta til öldurnar í verkfalli dýralækna. BHM boðaði til fundarins með mjög skömmum fyrirvara fyrir hádegi. Tveir fulltrúar frá Bændasamtökunum sátu fundinn, tveir frá svínaræktendum og formaður Dýralæknafélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar var tilgangur fundarins að finna sameiginlega lausn á þeim neyðarvanda sem orðinn er í svínabúum en vika er síðan eftirlitsdýralæknar bentu á að slátra þyrfti yfir tvö þúsund svínum á nokkrum búum þar sem svo þröngt væri um skepnurnar. Kröfum dýralækna um að setja kjöt ekki á markað hafa margir svínabændur hafnað. Þeir segja dýralæknana án lagaheimildar til að setja slíkt fram sem skilyrði fyrir undanþágum fyrir slátrun. Svínabændur ráða nú ráðum sínum með forystu Bændasamtakanna. Ekkert tilboð hefur borist frá ríkinu í deilunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira