Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2015 19:42 Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira