Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2015 19:42 Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira