Viðræður komnar í strand Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 12:13 Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira