Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 14:44 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sakar forsvarsmenn Spalar ehf. um lögbrot og höfðar til samvisku þeirra. Vísir/Pjetur/Anton „Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“ Verkfall 2016 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
„Ég vil alltaf byrja á því að taka fram að við erum glöð í hjarta með að göngin séu opin og vegfarendur fái frítt í göngin. En við hörmum það innilega að fyrirtæki skuli ekki sækja um undanþágu til að uppfylla viðbragðs og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út ásamt ríkislögreglustjóra, slökkviliðum og svo framvegis.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Spalar ehf. að láta öryggisfulltrúa fyrirtækisins standa vaktina í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng í fjarveru starfsmanns sem lagði niður störf í hádeginu vegna verkfalls. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að öryggisfulltrúi Spalar ehf. hafi enga heimild til að ganga í störf starfsmanna í gjaldskýli og segir þetta vera brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Verkalýðsfélag Akraness hafði boðið Speli ehf. að sækja um undanþágu vegna verkfallsins svo halda mætti göngunum opnum en fyrirtækið hafi ákveðið að gera það ekki og stendur öryggisstjórinn vaktina.„Brot á lögum“ „Slíkt er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Við munum skoða það hvernig við munum bregðast við því en við erum ekki að fara í neinn slag um að loka göngunum eða því um líkt. Þeir verða að eiga þessi vinnubrögð við sína samvisku og sína starfsmenn,“ segir Vilhjálmur en spurningin er hvort Verkalýðsfélag Akraness ætli ekki að gera neitt annað en að höfða til samvisku forsvarsmanna Spalar í ljósi þess að Vilhjálmur sakar þá um lögbrot? „Við höfðum bara til samvisku þeirra og það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum af því þeim stendur til boða að fá undanþágu til að uppfylla þessa viðbragðs- og neyðaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út. En í staðinn kjósa þeir að fótum troða þennan rétt starfsfólksins og það er dapurt.“Starfsmenn gæta öryggis vegfarenda Hann segir starfsmenn í gjaldskýlinu gegna veigamiklu hlutverki hvað öryggi vegfarenda um Hvalfjarðargöng varðar. Ekki er þörf á slíkum starfsmönnum við önnur jarðgöng á landinu til að uppfylla kröfur um almannavarnir en Vilhjálmur segir ekki hægt að líkja umferðinni um Hvalfjarðargöng við umferð um göng á borð við Bolungarvíkurgöng eða Héðinsfjarðargöng, svo dæmi séu tekin. „Kannski í fyrsta lagi liggur alveg fyrir eðli þessara ganga á þjóðvegi 1 og allir sjá sem um Hvalfjarðargöng aka þá gríðarlegu umferð sem um þau eru. Við líkjum þessu ekki saman við þau veggöng sem eru annars staðar á landinu þar sem umferðin er einungis brotabrot af því sem þarna er. Og sagan sýnir í gegnum árin hversu gríðarlega mikilvægt það er að þarna sé mannskapur til staðar til að grípa inn í og forða frekara tjóni en hugsanlega getur orðið,“ segir Vilhjálmur.Munu skoða frekari verkfallsaðgerðir Verkfall starfsmanna Spalar ehf. í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng mun standa yfir til miðnættis á morgun. Gripið verður aftur til verkfallsaðgerða 6. og 7. maí og 19. og 20. maí en Vilhjálmur segir Verkalýðsfélag Akraness með ýmsa þætti til skoðunar er varða starfsemi við göngin. „Verkalýðsfélag Akraness getur skoðað með einstök fyrirtæki að boða til frekari verkfallsaðgerða og við munum klárlega skoða slíkt þegar menn hegða sér með þessum hætti.“
Verkfall 2016 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent