Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 16:40 Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, vill skoða það hvort leyfi eigi ökumönnum að taka bensín í gegnum sjálfsala á meðan verkfalli félagsins stendur. Vísir/GVA Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, er þeirrar skoðunar að ekki ætti að vera hægt að taka bensín í gegnum sjálfsala á bensínstöðvum á meðan verkfall félagsins stendur yfir. Félagsmenn Bárunnar eru ásamt meðlimum fimmtán annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins í verkfalli fram að miðnætti í kvöld. Undir Báruna heyra til dæmis starfsmenn í ferðaþjónustu, veitingastöðum og verslunum og einnig starfsmenn bensínstöðva. Verkfallsverðir á vegum Bárunnar hafa farið um svæðið sem félagið nær til í dag og segir Halldóra Sigríður lokað sé á Olís en stjórnandi á N1 hafi haldið þeirri stöð opinni á Selfossi. Spurð hvort ökumenn geti keypt bensín á bíla í gegnum bensínsjálfsala á stöðvunum á meðan verkfallinu stendur segir hún svo vera en hún er á því að það eigi ekki að vera mögulegt á meðan aðgerðum stendur. „Ég fór að spá í þennan vinkil á áðan með sjálfsalana, einhver þarf að þjónusta þá. Sumir kunna ekkert á þetta og þá er þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk. Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að taka bensín þannig á meðan verkfallinu stendur,“ segir Halldóra Sigríður og segir þetta verða skoðað þegar félagsmenn Bárunnar fara aftur í verkfall 6. og 7. maí. „Við ákváðum að fara rólega af stað og treysta hér fyrirtækjum. Við erum nokkuð sátt. Auðvitað eru annmarkar á þessu. Við erum að skrá það sem er ekki í lagi og það verður farið í það fullum þunga sjötta og sjöunda maí.“Heldur verra í ferðaþjónustunni Hún segir hóp félagsmanna hafa sinnt verkfallsvörslu og margar fúsar hendur til góðra verka. „Almennt eru menn að standa sig vel. Það er heldur verra í ferðaþjónustunni. Menn teygja sig ansi langt. Allir eru þó að reyna að gera þetta rétt.“ Spurð nánar út í ummælin um ferðaþjónustuna svarar hún: „Menn eru með bókað í mat og bókað fram í tímann og menn voru að vonast til að málið yrði leyst,“ segir Halldóra Sigríður og segir aðila innan þjónustunnar hafa reynt að leysa þetta með ýmsum hætti og spurt til að mynda hvort meðlimir úr fjölskyldunni megi sinna þeim ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu eða mat.Fáir sem hafa prófað að fara í verkfall Á Akureyri eru félagsmenn stéttarfélagsins Einingar einnig í verkfalli og segir Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins það hafa gengið þokkalega. „Það er lítið um brot, það er smá sem við erum að fást við en ekkert alvarlegt. Það eru fáir sem hafa prófað að fara í verkfall sem eru á vinnumarkaðinum í dag og það þarf að uppfræða fólk. Fólk heldur oft að það sé nóg að skipta um stéttarfélög en það eru störfin sem gilda,“ segir Anna. Verkfall Einingar nær til veitingastaða, hótela, gistiheimila, bílstjóra, hópferðabíla, verkafólks í byggingageiranum, kjötvinnslu og fiskvinnslu svo dæmi séu tekin. Spurð hvort að mörg fyrirtæki séu lokuð á Akureyri í dag vegna verkfallsins svarar hún: „Það er reyndar misjafnt. Sumir eru að loka en aðrir eru að berjast við að halda opnu með eigendum, kokkum og þjónustufólki í veitingageiranum. En þetta er mjög misjafnt, sumir hafa einfaldlega lokað. “
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44