Stærsta bleikjan úr Varmá í vor Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2015 11:06 Ómar Smári með risableikjuna úr Varmá. Við höfum sagt frá mörgum stórum bleikjum sem hafa komið úr Varmá í vor en það er samt nokkuð klárt að sú stærsta hingað til er komin á land. Ómar Smári Óttarsson var við veiðar í ánni og landaði bleikju sem er líklega um 13-14 pund. Það sést vel á meðfylgjandi mynd að hér sannkallað tröll á ferðinni. „Ég labbaði af stöðvarbreiðu og tók 2 köst með black ghost. Í öðru kasti tók hún á rekinu og varð snældu vitlaus hélt að ég væri búinn að sitja í flottan urriða því það var bara straujað út þar til þegar ég sá hana stökkva í fyrsta skipti og vá það er ekki oft þegar maður sér bleikju stökkva. Svo tók hún roku niður ánna það var soldið sprettur svo landaði ég henni langt fyrir neðan stöðvarbreiðu. Viður eignin tók um 18 mínútur og var þetta algjör snilld,“ sagði Ómar um viðureignina við bleikjuna. Kalt vorið er líklega að gera það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki ennþá farinn úr ánni svo veiðimenn sem eiga leið í Varmá á næstunni eiga góðan möguleika á að setja í einn slíkann og svo auðvitað eina af þessum hlunkableikjum sem liggja á Stöðvarbreiðunni. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði
Við höfum sagt frá mörgum stórum bleikjum sem hafa komið úr Varmá í vor en það er samt nokkuð klárt að sú stærsta hingað til er komin á land. Ómar Smári Óttarsson var við veiðar í ánni og landaði bleikju sem er líklega um 13-14 pund. Það sést vel á meðfylgjandi mynd að hér sannkallað tröll á ferðinni. „Ég labbaði af stöðvarbreiðu og tók 2 köst með black ghost. Í öðru kasti tók hún á rekinu og varð snældu vitlaus hélt að ég væri búinn að sitja í flottan urriða því það var bara straujað út þar til þegar ég sá hana stökkva í fyrsta skipti og vá það er ekki oft þegar maður sér bleikju stökkva. Svo tók hún roku niður ánna það var soldið sprettur svo landaði ég henni langt fyrir neðan stöðvarbreiðu. Viður eignin tók um 18 mínútur og var þetta algjör snilld,“ sagði Ómar um viðureignina við bleikjuna. Kalt vorið er líklega að gera það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki ennþá farinn úr ánni svo veiðimenn sem eiga leið í Varmá á næstunni eiga góðan möguleika á að setja í einn slíkann og svo auðvitað eina af þessum hlunkableikjum sem liggja á Stöðvarbreiðunni.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði