Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 22:14 Steven Evans er litríkur karakter. vísir/getty „Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
„Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30
Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00
Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18