Kynnir nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:00 Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Vísir/Valli Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“ Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent