Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn þegar Ajax vann 1-0 sigur á Den Haag á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Ajax gekk illa að brjóta gestina á bak aftur en sigurmarkið kom ekki fyrr en tvær mínútur voru til leiksloka. Hollensku meistararnir fengu reyndar góða hjálp við það en varamaðurinn Xander Houtkoop setti boltann í eigið mark.
Þetta var fjórði sigur Ajax í röð en liðið er 2. sæti deildarinnar með 62 stig, átta stigum á eftir toppliði PSV.
Kolbeinn verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland sækir Kasakstan heim í undankeppni EM á laugardaginn.
Naumur sigur Kolbeins og félaga

Tengdar fréttir

Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik.