Fótbolti

Rooney: Vonandi fáum við fleiri ár með Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Wayne Rooney telur að Roy Hodgson eigi skilið að fá nýjan samning við enska knattspyrnusambandið.

Núverandi samningur hans rennur út eftir EM 2016 en Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, sagði nýverið að hann myndi ræða framtíðina við Hodgson í upphafi næsta árs.

„Síðan ég byrjaði að vinna með Roy hefur hann reynst mér frábærlega sem og liðinu öllu,“ sagði Rooney á blaðamannafundi í gær en þess má geta að Hodgson sat þá við hlið hans.

„Vonandi munu þeir setjast niður og koma þessum málum á hreint. Og að við fáum nokkur ár í viðbót með honum.“

Hodgson er sáttur við að bíða svo lengi eftir viðræðum um nýjan samning. „Algjörlega. Við höfum alltaf sagt að þetta verði gert,“ sagði hann.

„Það er nóg framundan og við ætlum að einbeita okkur að þeim leikjum sem við eigum eftir í undankeppninni áður en við ræðum lokakeppnina í Frakklandi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×