Jóhann Berg: Ég lenti í bölvuðu veseni en ég er klár núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 08:15 Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira