Fótbolti

Lagerbäck: Eiður er enn með töfrafætur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári í leik með Bolton.
Eiður Smári í leik með Bolton. Vísir/Getty
Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska karlalandsliðsins, talaði aðeins um Eið Smára Guðjohnsen á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun en Eiður Smári er kominn aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru.

„Eiður hefur staðið sig vel á æfingunum. Við hefðum aldrei valið hann nema af því að hann hefur verið að spila vel með Bolton," sagði Lars Lagerbäck.

„Eins og ég hef sagt áður þá hefur hann ennþá sína töfrafætur ef ég get kallað þá það. Hann hefur tæknina og er ennþá fljótur með boltann. Hans reynsla og persónuleiki munu alltaf nýtast liðinu vel," sagði Lagerbäck.

„Vera hans hér gefur líka mér og Heimi fleiri möguleika til að ná fram rétta jafnvæginu hjá liðinu. Hann spilamennska og hæfileikar eru ólíkir en hjá öðrum í liðinu. Það er hundrað prósent jákvætt að hafa hann aftur í liðinu," sagði Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×