Þess í stað söfnuðust tugir saman á Ölveri í Glæsibæ til að horfa á leikinn en það er annar heimavöllur Tólfunnar.
Stemningin var auðvitað rafmögnuð eins og alltaf í kringum þessa hressu stuðningsmannasveit og var fjörið í hámarki eftir leikinn.
Þá skellti sveitin sér út fyrir og tendraði blys í tilefni sigursins. Benni bongó, sem sér um bongótrommuslátt Tólfunnar, veifaði þeim af krafti á meðan lagið „Tólfan kemur“ var sungið.
Hér að ofan má sjá stemninguna eftir leik og nokkrar myndir á meðan leiknum stóð má finna hér að neðan. Allt þetta er í boði athafnamannsins Friðgeirs Bergsteinssonar.


