Sara Björk: Þær eru allar eins og Guðný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 22:15 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Skjáskot úr viðtali KSÍ Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19
Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26
Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00