Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 20:35 Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru "of miklir naglar“ og fá sjaldan aukaspyrnur. mynd/ksí „Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
„Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira