Fótbolti

Dortmund úr fallsæti eftir þriðja sigurinn í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ilkay Gündogan fagnar marki sínu í kvöld.
Ilkay Gündogan fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/AFP
Dortmund er komið upp úr fallsæti í þýsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í langan tíma eftir 3-2 sigur á Stuttgart á útivelli í kvöld.

Dortmund, sem hefur náð frábærum árangri bæði í Þýskalandi og Meistaradeild Evrópu síðustu ár, hefur verið í miklu basli í deildinni í vetur.

Liðið komst í 2-1 forystu í fyrri hálfleik með mörkum þeirra Pierre-Emerick Aubameyang og Ilkay Gündogan en Florian Klein skoraði mark Stuttgart úr vítaspyrnu. Marco Reus kom svo Dortmund 3-1 yfir á 89. mínútu en Georg Niedermeier minnkaði muninn í uppbótartíma.

Dortmund er nú komið með 22 stig og er í fimmtánda sæti - einu stigi frá fallsæti. Stuttgart er neðst með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×