Viðskipti erlent

Delta biðst afsökunar á Facebook færslu um munnmök

ingvar haraldsson skrifar
Bandaríska flugfélagið Delta Airlines er með til skoðunar hvernig grein um munnmök birtist á Facebook síðu félagsins. Greinin bar nafnið „10 ástæður fyrir því að stúlkur stunda ekki munnmök.“ 

Flugfélagið, sem flýgur til Íslands á sumrin, baðst afsökunar á færslunni á Twitter í gær.

Fyrirtækið hefur ekki útskýrt af hverju færslan var ekki fjarlægð fyrr en klukkustund eftir að hún var sett inn. „Við erum með málið til skoðunar,“ sagði Lindsay McDuff, talskona Delta í samtali við The Huffington Post en vildi ekki tjá sig frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×