Viðskipti erlent

Breska skattinum buðust leynigögn úr HSBC árið 2008

ingvar haraldsson skrifar
Herve Falciani, maðurinn sem lak upplýsingum um þúsundir bankareikninga í svissneska útibúi HSBC.
Herve Falciani, maðurinn sem lak upplýsingum um þúsundir bankareikninga í svissneska útibúi HSBC. vísir/afp
Herve Falciani, maðurinn sem lak upplýsingum um þúsundir bankareikninga í svissneska útibúi HSBC, sendi breska skattinum, HMRC, tölvupóst árið 2008 þar sem hann sagðist hafa gögnin undir höndum. BBC greinir frá.



Tölvupóstinum var aldrei svarað en bresk skattayfirvöld segja tölvupóstinn hvergi að finna í sínu gagnasafni. Forstjóri breska skattsins, Lin Homer, sagði við yfirheyrslu breskar þingnefndar að hann hefði enga vitneskju um tölvupóstinn.

Franska blaðið Le Monde hefur hinsvegar haft upp á tölvupóstinum. Þar kemur fram að Falciani hafi boðið breska skattinum upplýsingar um viðskiptavini eins af fimm stærstu einkareknu bönkum í heimi sem staðsettur væri í Sviss.

„Þetta hefur verið sjö ára barátta bara til þess að komast á þennan stað. Þetta sýnir að ég hafði rétt fyrir mér,“ sagði Herve Falciani í samtali við BBC en breski skatturinn hefur aldrei vilja viðurkenna tilvist tölvupóstsins.


Tengdar fréttir

HSBC tengdur skattsvikum

Nærri 1.300 milljóna króna inneign er tengd Íslandi í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Bankinn er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við stórfelld undanskot skattgreiðslna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×