Fólk þarf ekki að óttast lengur enda hefur Instagram síða @attan_official nú náð ríflega 3.000 fylgjendum og Maríu verið skilað aftur. Það virtist fara nokkuð vel á með þeim Nökkva, Maríu og Agli eftir að þeir leystu hana úr haldi.
María virðist hafa haft hröð handtök því nú er búið að snara lagi hennar yfir á ensku og verður það flutt í þeim búningi annað kvöld. Þá útgáfu má heyra hér að neðan.