„Þessi dómur er með algjörum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 17:13 Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar. Vísir/GVA Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira