„Þessi dómur er með algjörum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 17:13 Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar. Vísir/GVA Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“ Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent