Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision hér á landi. Úrslitin fara fram í Háskólabíó þann 14. Febrúar næstkomandi.
Lögin sem komust áfram eru Fyrir alla eftir Daníel Óliver Sveinsson, Fjaðrir eftir Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Guðfinn Sveinsson og Lítil skref samið af Stop Wait Go. Þetta er annað lag Stop Wait Go sem kemst áfram.
Að auki var lag Karls Olgeirssonar, Milljón augnablik, valið áfram sem wild card af sérstakri dómnefnd. Það verða því sjö lög sem keppa að viku liðinni. Áður höfðu lögin Í síðasta skipti, Piltur og stúlka og Í kvöld komist áfram í síðustu viku.
Fyrir alla
Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors
Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson
Flytjandi: CADEM
Fjaðrir
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson
Flytjandi: SUNDAY
Lítil skref
Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Flytjandi: María Ólafsdóttir
Milljón augnablik
Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson
Texti: Haukur Heiðar Hauksson og Karl Olgeir Olgeirsson
Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson
Í kvöld
Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir
Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir
Í síðasta skipti
Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór JónssonFlytjandi: Friðrik Dór
Piltur og stúlka
Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson
Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson)
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
