Fylkir og Selfoss græða yfir 40 milljónir á Viðari Erni Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 20. janúar 2015 10:56 Viðar Örn Kjartansson. vísir/vilhelm Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40
Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00
Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53
Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30