Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. janúar 2015 19:00 Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26