Áhugi á Grími Thomsen hefur fylgt mér lengi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2014 13:30 Það voru gerðar gríðarlegar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna,“ segir Kristján Jóhann. Vísir/GVA „Ég varð snemma hrifinn af skáldskap Gríms Thomsens og áhuginn á honum hefur fylgt mér lengi. Mér fannst strax heillandi hvað hann gerir miklar kröfur til samvisku manna og er samkvæmur sjálfum sér,“ segir Kristján Jóhann Jónsson íslenskufræðingur sem nú hefur gefið út bók um skáldið. Hún byggist á doktorsritgerð hans um Grím. „Grímur dregur upp ótrúlega sterkar myndir í skáldskapnum. Það var þá mjög nútímalegur skilningur því á þeim tíma voru menn miklir ræðulistamenn,“ heldur Kristján Jóhann áfram. „Við höldum oft að myndmál tilheyri nútímanum og tengjum það við kvikmyndina en kvikmyndin er miklu frekar afsprengi af þessari myndsýn sem kemur inn í skáldskapinn með rómantísku stefnunni og Grímur tileinkaði sér strax. Ef við tökum bara sem dæmi fyrstu vísuna í kvæðinu um Arnljót gellini þá er mynd í hverri línu. Lausamjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furutoppi sefur; nístir kuldi um næturtíð. Grímur varð samtímamönnum sínum hér á landi að miklu söguefni, enda skar hann sig fljótt úr alþýðunni,“ að sögn Kristjáns Jóhanns. „Grímur var sonur iðnaðarmanns því faðir hans var gullsmiður og úrsmiður, auk þess að vera ráðsmaður við Bessastaðaskóla. Þetta var svolítið sjaldgæft hér á landi því á þessum tíma voru flestir bændur. En þegar Grímur kom til Kaupmannahafnar 17 ára gamall til að setjast á háskólabekk þá voru það einmitt synir hinnar iðnmenntuðu borgarstéttar sem blómstruðu. Sú stétt eignaðist svolítið af peningum og var í raun að taka við samfélaginu af gömlu aðalsstéttinni. Hún gat komið sínum börnum til mennta og gerði það. Þetta varð tilefni þess að Grímur varð strax umdeildur hér á landi og átti bæði sterka fylgismenn og sterka andstæðinga. Það voru gerðar gríðarlegar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna. Til dæmis skrifaði Jón Ólafsson ritstjóri að sá hörmulegi atburður hefði gerst að Grímur hefði fallið af hesti sínum niður í keldu á Álftanesi og ekki drukknað. Grímur skrifaði vini sínum um þetta slys í bréfi, sagði ísinn hafa brotnað og það hefði viljað honum til lífs að kona hans hefði brugðist hárrétt við, hún hefði verið á eftir honum, rennt til hans staf og bjargað honum. Þannig að þetta var kuldalega sagt hjá Jóni ritstjóra. Það eru ekki sagðir brandarar um svona háska nú til dags en þeir þoldu ekki hvor annan, Jón og Grímur.“ Kristján Jóhann kveðst gjarnan hefði viljað þekkja Grím enda hafi hann verið merkilegur náungi. „Eftir að Grímur kom til Kaupmannahafnar kynnti hann sér á örstuttum tíma franska ljóðlist og skrifaði bók um hana út frá samkeppnisspurningu sem sett var upp í háskólanum. Hann skrifaði líka bók um Byron lávarð og ljóðlist hans og greindi breska menningu. Þó var ekki einu sinni byrjað að kenna ensku í háskólanum í Kaupmannahöfn. En hann braust í gegnum þetta og var það snemma á ferðinni að það þurfti að kalla til frönskuprófessor til að viðurkenna meistaraprófsritgerðina um Byron. Dönum var á þeim tíma illa við Breta – eðlilega, því Bretar voru nýbúnir að kasta slatta af sprengjum á Kaupmannahöfn og skjóta á borgina.“ Það hvað Grímur Thomsen var frumlegur og nútímalegur í hugsun segir Kristján Jóhann hafa gert það að verkum að hann fékk vinnu við dönsku utanríkisþjónustuna. „Þegar Danir tóku upp alþjóðasamband þá vantaði fólk sem kunni tungumál. Þá stóð Grímur tilbúinn með sína þekkingu og það lyfti honum upp í þá stöðu sem hann komst í. Hann varð háttsettur í ráðuneytinu, varð í raun ráðuneytisstjóri, eins og það væri kallað nú. Þegar hann hraktist burt úr því embætti var það út af stríðinu 1864 sem fjallað er um í sjónvarpsþáttunum sem hafa verið á RÚV að undanförnu. Þar biðu Danir hrikalegan ósigur og þá voru allir útlendingar hraktir úr valdastöðum í Danmörku. Allir ráðuneytisstarfsmenn voru reknir nema sendillinn.“ Grímur Thomsen (15. maí 1820– 27. nóvember 1896) var skáld, bókmenntafræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, þingmaður og bóndi. Meðal þekktra kvæða Gríms eru: Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn) Á fætur (Táp og fjör) Skúlaskeið Arnljótur gellini Sveinn Pálsson og Kópur nSkúli fógeti nÁsareiðin nÁ Glæsivöllum nÍslands er það lag (Heyrið vella á heiðum hveri) Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég varð snemma hrifinn af skáldskap Gríms Thomsens og áhuginn á honum hefur fylgt mér lengi. Mér fannst strax heillandi hvað hann gerir miklar kröfur til samvisku manna og er samkvæmur sjálfum sér,“ segir Kristján Jóhann Jónsson íslenskufræðingur sem nú hefur gefið út bók um skáldið. Hún byggist á doktorsritgerð hans um Grím. „Grímur dregur upp ótrúlega sterkar myndir í skáldskapnum. Það var þá mjög nútímalegur skilningur því á þeim tíma voru menn miklir ræðulistamenn,“ heldur Kristján Jóhann áfram. „Við höldum oft að myndmál tilheyri nútímanum og tengjum það við kvikmyndina en kvikmyndin er miklu frekar afsprengi af þessari myndsýn sem kemur inn í skáldskapinn með rómantísku stefnunni og Grímur tileinkaði sér strax. Ef við tökum bara sem dæmi fyrstu vísuna í kvæðinu um Arnljót gellini þá er mynd í hverri línu. Lausamjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furutoppi sefur; nístir kuldi um næturtíð. Grímur varð samtímamönnum sínum hér á landi að miklu söguefni, enda skar hann sig fljótt úr alþýðunni,“ að sögn Kristjáns Jóhanns. „Grímur var sonur iðnaðarmanns því faðir hans var gullsmiður og úrsmiður, auk þess að vera ráðsmaður við Bessastaðaskóla. Þetta var svolítið sjaldgæft hér á landi því á þessum tíma voru flestir bændur. En þegar Grímur kom til Kaupmannahafnar 17 ára gamall til að setjast á háskólabekk þá voru það einmitt synir hinnar iðnmenntuðu borgarstéttar sem blómstruðu. Sú stétt eignaðist svolítið af peningum og var í raun að taka við samfélaginu af gömlu aðalsstéttinni. Hún gat komið sínum börnum til mennta og gerði það. Þetta varð tilefni þess að Grímur varð strax umdeildur hér á landi og átti bæði sterka fylgismenn og sterka andstæðinga. Það voru gerðar gríðarlegar árásir á Grím í rituðu máli, miklu groddalegri en tíðkast hjá okkur núna. Til dæmis skrifaði Jón Ólafsson ritstjóri að sá hörmulegi atburður hefði gerst að Grímur hefði fallið af hesti sínum niður í keldu á Álftanesi og ekki drukknað. Grímur skrifaði vini sínum um þetta slys í bréfi, sagði ísinn hafa brotnað og það hefði viljað honum til lífs að kona hans hefði brugðist hárrétt við, hún hefði verið á eftir honum, rennt til hans staf og bjargað honum. Þannig að þetta var kuldalega sagt hjá Jóni ritstjóra. Það eru ekki sagðir brandarar um svona háska nú til dags en þeir þoldu ekki hvor annan, Jón og Grímur.“ Kristján Jóhann kveðst gjarnan hefði viljað þekkja Grím enda hafi hann verið merkilegur náungi. „Eftir að Grímur kom til Kaupmannahafnar kynnti hann sér á örstuttum tíma franska ljóðlist og skrifaði bók um hana út frá samkeppnisspurningu sem sett var upp í háskólanum. Hann skrifaði líka bók um Byron lávarð og ljóðlist hans og greindi breska menningu. Þó var ekki einu sinni byrjað að kenna ensku í háskólanum í Kaupmannahöfn. En hann braust í gegnum þetta og var það snemma á ferðinni að það þurfti að kalla til frönskuprófessor til að viðurkenna meistaraprófsritgerðina um Byron. Dönum var á þeim tíma illa við Breta – eðlilega, því Bretar voru nýbúnir að kasta slatta af sprengjum á Kaupmannahöfn og skjóta á borgina.“ Það hvað Grímur Thomsen var frumlegur og nútímalegur í hugsun segir Kristján Jóhann hafa gert það að verkum að hann fékk vinnu við dönsku utanríkisþjónustuna. „Þegar Danir tóku upp alþjóðasamband þá vantaði fólk sem kunni tungumál. Þá stóð Grímur tilbúinn með sína þekkingu og það lyfti honum upp í þá stöðu sem hann komst í. Hann varð háttsettur í ráðuneytinu, varð í raun ráðuneytisstjóri, eins og það væri kallað nú. Þegar hann hraktist burt úr því embætti var það út af stríðinu 1864 sem fjallað er um í sjónvarpsþáttunum sem hafa verið á RÚV að undanförnu. Þar biðu Danir hrikalegan ósigur og þá voru allir útlendingar hraktir úr valdastöðum í Danmörku. Allir ráðuneytisstarfsmenn voru reknir nema sendillinn.“ Grímur Thomsen (15. maí 1820– 27. nóvember 1896) var skáld, bókmenntafræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, þingmaður og bóndi. Meðal þekktra kvæða Gríms eru: Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn) Á fætur (Táp og fjör) Skúlaskeið Arnljótur gellini Sveinn Pálsson og Kópur nSkúli fógeti nÁsareiðin nÁ Glæsivöllum nÍslands er það lag (Heyrið vella á heiðum hveri)
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira