Þorir að brjótast út fyrir rammann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2014 13:00 Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda. Vísir/Vilhelm „Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir rammann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kassanum í gær. „Þetta eru allt íslenskar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reynir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísabet. Hún kveðst líka fyrir tilviljun hafa kynnst frábærri rúmenskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönnuður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundnar leiðir. Þau komu okkur í samband hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningarinnar.“Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheiminum hvaðanæva að. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúmlega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heiður,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Svíþjóðar í konunglega sænska ballettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verkefni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktarsýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir rammann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kassanum í gær. „Þetta eru allt íslenskar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reynir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísabet. Hún kveðst líka fyrir tilviljun hafa kynnst frábærri rúmenskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönnuður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundnar leiðir. Þau komu okkur í samband hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningarinnar.“Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheiminum hvaðanæva að. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúmlega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heiður,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Svíþjóðar í konunglega sænska ballettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verkefni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktarsýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira