Syngur í Hörpu og fær smá jól í hjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 11:15 Glaðbeitt Samuel Ramey, Herdís Anna og Kristján hlakka til að syngja saman. Vísir/GVA „Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira