Hátíðleg tónlist frá ýmsum tímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 12:00 "Við fengum bara landsliðið,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar. „Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira