Glæpsamlegur lestur með djassstemningu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:00 Lesið verður upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar lesa úr sínum verkum. vísir/Getty Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir. Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir.
Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp