Fótbolti

Kolbeinn sá bróður sinn skora gegn Tékkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Sigþórsson fagnar marki með Eyjólfi Sverrissyni í sigrinum á Tékkum á Laugardalsvellinum fyrir þrettán árum.
Andri Sigþórsson fagnar marki með Eyjólfi Sverrissyni í sigrinum á Tékkum á Laugardalsvellinum fyrir þrettán árum. vísir/E. Ól.
Einn frægasti landsleikur Íslands síðustu árin er 3-1 sigur á ógnarsterku liði Tékka á Laugardalsvelli árið 2001. Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins Sigþórssonar, var í liði Íslands í leiknum og skoraði eitt markanna.

„Ég var í stúkunni og man vel eftir leiknum. Ég man líka eftir því að [Tomas] Rosicky spilaði í leiknum en hann var efnilegasti leikmaður þeirra þá. Ég held að treyjan hans úr þeim leik sé heima hjá mömmu og pabba.“

Kolbeinn var ellefu ára og vitanlega stoltur af bróður sínum. „Það var skemmtilegt að sjá hann skora – ég man eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær,“ sagði Kolbeinn og brosti.

Ísland mætir Tékklandi í fjórða leik liðsins í undankeppni EM 2016 annað kvöld en bæði lið eru með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×