Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 14. nóvember 2014 06:00 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu í Brussel. vísir/AP Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóðinni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leikmenn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leikmannahóp íslenska liðsins. „Leikmenn vita nú að við eigum leikmenn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undankeppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skilað sínu hlutverki vel. Það hjálpar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Íslenska landsliðið heldur til Tékklands í dag en fram undan er erfið prófraun gegn öflugu liði Tékka þar sem toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 er í húfi. Bæði lið eru ósigruð eftir þrjá leiki en strákarnir máttu þó þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir úrslitin leit Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, björtum augum á framhaldið, ekki síst þar sem margir af þeim leikmönnum sem fengu tækifærið í Brussel náðu að minna rækilega á sig. „Við höfum notað sama byrjunarliðið í öllum þremur leikjum okkar í undankeppninni til þessa og þessir strákar sem spiluðu í gær sýndu okkur og íslensku þjóðinni hvað þeir gátu. Þeir gerðu margir hverjir mjög vel. Það sem gladdi okkur þjálfarana helst var að hver og einn þeirra gjörþekkti sitt hlutverk,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið á hóteli liðsins í Brussel í gær. Hann játar því að það hafi verið ákveðin óvissa að senda jafn óreynt lið til leiks gegn öflugu liði Belgíu. „Belgar eiga hágæða leikmenn sem spila í bestu deildum í heimi og við vissum að maður gegn manni teljast þeir alltaf sterkari en við, sama hvaða liði við hefðum stillt upp í gær. En okkar helsti styrkleiki er liðsheildin og við sýndum í þessum leik hversu mikilvæg hún er.“ Margir þeirra sem spiluðu gegn Belgíu minntu á sig og Heimir segir að frammistaða þeirra hafi sent ákveðin skilaboð inn í leikmannahóp íslenska liðsins. „Leikmenn vita nú að við eigum leikmenn fyrir utan það byrjunarlið sem við höfum notað í undankeppninni sem geta komið inn, spilað á stóra sviðinu og skilað sínu hlutverki vel. Það hjálpar til og þetta tekur leikmenn úr ákveðnum þægindaramma.“ Landsliðið æfði í Brussel í gær og mun æfa öðru sinni í dag áður en það heldur yfir til Tékklands. Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir vegna smávægilegra meiðsla en Heimir hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðu liðsins fyrir leikinn mikilvæga á sunnudag. „Ég veit að það verða allir klárir í þennan leik enda ekki einn einasti maður í leikmannahópnum sem vill missa af tækifærinu að taka þátt í honum,“ segir hann.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00 Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30 Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30 Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32 Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21 Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Cech: Sterkasta vopn Íslands er liðsheildin Tékkar fá viku til að undirbúa sig fyrir toppslaginn gegn Íslandi. 13. nóvember 2014 07:00
Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur Miðjumaðurinn öflugi ætlar ekki að vanmeta íslenska liðið. 13. nóvember 2014 15:30
Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra Landsliðsþjálfari Tékka vann veðmálið við bruggverksmiðju í Plzen. 13. nóvember 2014 14:30
Emil tók því rólega á æfingu landsliðsins Engin ný meiðsli eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 13:32
Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær Framherjinn ósáttur með sjálfan sig eftir leikinn gegn Belgíu í gær. 13. nóvember 2014 15:21
Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. 13. nóvember 2014 06:00