Fótbolti

Þorlákur tekur við af Magna hjá Brommapojkarna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorlákur Árnason gerði frábæra hluti með kvennalið Stjörnunnar.
Þorlákur Árnason gerði frábæra hluti með kvennalið Stjörnunnar. vísir/valli
Þorlákur Árnason, þjálfari U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu, tekur við starfi MagnaFannbergs sem yfirþjálfari unglingaakademíu sænska félagsins Brommapojkarna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Magni var ráðinn þjálfari aðalliðsins á dögunum.

Brommapojkarna er með flestu iðkendurna í Svíþjóð og gífurlega öfluga akademíu sem stóru liðin í Stokkhólmi; AIK, Hammarby og Djürgarden, sækja sér reglulega leikmenn til.

Þorlákur gerði kvennalið Stjörnunnar að meisturum í tvígang árin 2011 og 2013 áður en hann lét af störfum og tók við U17 ára liðinu.

Það komst upp úr forkeppni Evrópumótsins í sumar og spilar í milliriðli á næsta ári. Þorlákur verður þó ekki með liðið þar, en hann lætur af störfum hjá KSÍ um áramótin þegar samningur hans rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×