Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Bjarki Ármannsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu. Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu.
Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15