Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Bjarki Ármannsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu. Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu.
Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15