Frumflytja sjö ný íslensk tónverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 12:00 Hanna Dóra Sturludóttir: „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu.“ Vísir/GVA „Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
„Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira