Ígló&Indý njóta vinsælda hjá erlendum tískubloggurum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir segir samfélagsmiðlana hafa spilað stórt hlutverk í markaðssetningu Ígló&Indý síðasta árið. Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira