Hundinum er ekkert íslenskt óviðkomandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 11:00 "Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ segir Hjörleifur sem er vinstra megin á myndinni. Mynd/Auðunn Níelsson „Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira