Hef alltaf verið mikill leturperri Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. október 2014 10:00 Guðmundur Úlfarsson Vísir/Ernir „Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira