Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2014 07:00 Miklar deilur eru meðal hestamanna um staðsetningu landsmóta. Mynd/Bjarni Þór Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur. Hestar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur.
Hestar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira