Bókin er ástarbréf til sjö ára Guðna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2014 12:30 Guðni Líndal Benediktsson: „Ég áleit mig ekki eiga nokkra möguleika, en svo fékk ég þessar fréttir sem eru þær bestu sem ég hef fengið á þessu ári.“ Vísir/Stefán „Ég fékk fréttirnar af því að ég fengi verðlaunin í maí og fékk svona vægt hjartaáfall,“ segir Guðni Líndal Benediktsson sem í gær hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. „Ég átti engan veginn von á þessu, sérstaklega þar sem svo margar bækur tóku þátt í þetta sinn, heil fimmtíu stykki. Ég áleit mig ekki eiga nokkra möguleika, en svo fékk ég þessar fréttir sem eru þær bestu sem ég hef fengið á þessu ári.“ Leitin að Blóðey er ævintýrabók þar sem afi segir barnabarni æsilega sögu sem hann fullyrðir að sé sönn. Höfðuðu ævintýrasögur mikið til þín þegar þú varst barn? „Já, þessi bók er eiginlega ástarbréf til sjö ára Guðna. Þetta er bókin sem ég hefði verið meira en til í að lesa sjálfur á þeim tíma. Það var ekkert of mikið úrval af svona sögum en ætli ég hafi ekki verið ellefu ára þegar ég lagði í Hringadrottinssögu fyrst og las hana til enda. Hún og Hobbitinn, ásamt Benjamín dúfu og fleiri bókum, voru mínar uppáhaldsbækur.“ Guðni segir Leitina að Blóðey að vissu leyti vera í anda Hringadrottinssögu, en þó sé einn stór munur á. „Húmorinn ræður töluvert meira ríkjum í minni bók. Þetta er meira svona tíu brandarar á blaðsíðu dæmi.“ Skriftirnar liggja í fjölskyldu Guðna því hann er bróðir Ævars Þórs, sem þekktur er sem Ævar vísindamaður, og ætla þeir bræður að fagna saman nýútkomnum bókum sínum, Leitinni að Blóðey og Þinni eigin þjóðsögu, í Eymundson í Kringlunni á laugardaginn. „Þess vegna hélt Ævar ekki útgáfuteiti þegar hans bók kom út, hann var að bíða eftir mér,“ segir Guðni. Það er hefð fyrir því að svona ævintýraheimar verði efni í margar bækur, er það planið hjá þér? „Ja, það væri mjög gaman að geta skrifað meira í þessari seríu og fengið fleiri ævintýri afa,“ segir Guðni. „Ég er langt kominn með að leggja það niður fyrir mér hvernig framhaldið verður ef þessi bók gengur vel. Það veltur allt á því hvernig hún leggst í fólk, en ég hef fulla trú á því að hún renni ágætlega. Hún er skemmtileg, spennandi, fyndin og við flestra hæfi,“ Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna en hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur og stuttmyndir, meðal annars hina rómuðu stuttmynd No homo sem valin besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival í fyrra og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Er eitthvað á döfinni í þeim geira? „Já, ég hef mest einbeitt mér að handritaskrifum síðustu tvö ár og er með hin og þessi verkefni til skoðunar hjá kvikmyndasjóði. Tvö þeirra eru barnaverkefni, ein teiknimynd og önnur mynd upp úr íslensku barnaleikriti sem ég má ekki segja hvert er. Ef þær myndir geta orðið að veruleika væri það einstaklega skemmtilegt.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég fékk fréttirnar af því að ég fengi verðlaunin í maí og fékk svona vægt hjartaáfall,“ segir Guðni Líndal Benediktsson sem í gær hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. „Ég átti engan veginn von á þessu, sérstaklega þar sem svo margar bækur tóku þátt í þetta sinn, heil fimmtíu stykki. Ég áleit mig ekki eiga nokkra möguleika, en svo fékk ég þessar fréttir sem eru þær bestu sem ég hef fengið á þessu ári.“ Leitin að Blóðey er ævintýrabók þar sem afi segir barnabarni æsilega sögu sem hann fullyrðir að sé sönn. Höfðuðu ævintýrasögur mikið til þín þegar þú varst barn? „Já, þessi bók er eiginlega ástarbréf til sjö ára Guðna. Þetta er bókin sem ég hefði verið meira en til í að lesa sjálfur á þeim tíma. Það var ekkert of mikið úrval af svona sögum en ætli ég hafi ekki verið ellefu ára þegar ég lagði í Hringadrottinssögu fyrst og las hana til enda. Hún og Hobbitinn, ásamt Benjamín dúfu og fleiri bókum, voru mínar uppáhaldsbækur.“ Guðni segir Leitina að Blóðey að vissu leyti vera í anda Hringadrottinssögu, en þó sé einn stór munur á. „Húmorinn ræður töluvert meira ríkjum í minni bók. Þetta er meira svona tíu brandarar á blaðsíðu dæmi.“ Skriftirnar liggja í fjölskyldu Guðna því hann er bróðir Ævars Þórs, sem þekktur er sem Ævar vísindamaður, og ætla þeir bræður að fagna saman nýútkomnum bókum sínum, Leitinni að Blóðey og Þinni eigin þjóðsögu, í Eymundson í Kringlunni á laugardaginn. „Þess vegna hélt Ævar ekki útgáfuteiti þegar hans bók kom út, hann var að bíða eftir mér,“ segir Guðni. Það er hefð fyrir því að svona ævintýraheimar verði efni í margar bækur, er það planið hjá þér? „Ja, það væri mjög gaman að geta skrifað meira í þessari seríu og fengið fleiri ævintýri afa,“ segir Guðni. „Ég er langt kominn með að leggja það niður fyrir mér hvernig framhaldið verður ef þessi bók gengur vel. Það veltur allt á því hvernig hún leggst í fólk, en ég hef fulla trú á því að hún renni ágætlega. Hún er skemmtileg, spennandi, fyndin og við flestra hæfi,“ Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna en hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur og stuttmyndir, meðal annars hina rómuðu stuttmynd No homo sem valin besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival í fyrra og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Er eitthvað á döfinni í þeim geira? „Já, ég hef mest einbeitt mér að handritaskrifum síðustu tvö ár og er með hin og þessi verkefni til skoðunar hjá kvikmyndasjóði. Tvö þeirra eru barnaverkefni, ein teiknimynd og önnur mynd upp úr íslensku barnaleikriti sem ég má ekki segja hvert er. Ef þær myndir geta orðið að veruleika væri það einstaklega skemmtilegt.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira